379 fundur frá upphafi og 14 fundur starfsárs, jólafundur.
Fimmtudaginn 14.desember verður jólafundur með mökum í umsjá stjórnar klúbbsins undir styrkri stjórn forseta Sveins Óskars Sigurðssonar
Fundurinn hefst kl 19 í Bæjarlindinni og verður boðið upp á fordrykk meðan félagarnir undirbúa veislumatinn í eldhúsinu, sem verður að þessu sinni hægeldað lambalæri með steiktum kartöflum, bernes sósu og tilheyrandi góðgæti.
Með matnum verður boðið upp á rautt og hvítt.
Sr. Guðni Már Harðarson prestur í Lindakirkju sem er okkur að góðu kunnur frá fyrri tíð verður gestur fundarins.
Mætum sem flest og í jólaskapi, en þetta er síðasti fundur ársins.