Kæri rótarýfélagi í Þinghól
Félagakerfið Polaris er fullkomið kerfi sem notað er í mörgum löndum Evrópu og er það í stöðugri þróun.
En það er lítið gagn af fullkomnu kerfi ef það er ekki notað.
Torfi forseti hefur beðið mig að koma á fund til ykkar og kynna ykkur kerfið.
Ég mun kynna hvernig kerfið getur verið gagnlegt hinum almenna rótarýfélaga og útsending fundarboða er gott dæmi um það.
Mig langar að biðja þig að skrá þig inn í kerfið fyrir fundinn svo þú áttir þig betur á því sem ég mun segja frá.
Innskráning í Polaris félagakerfið
Þú getur m.a. farið inn á síðu klúbbsins, https://thingholl.rotary1360.is og smellt á hnappinn efsti til hægri, INNSKRÁ. Ef þú manst ekki lykilorðið þitt eða hefur ekki áður skráð þig inn smellir þá á FÁ NÝTT LYKILORÐ, slærð inn netfangið þitt (sem þú notar hjá Rótarý) og smellir á næsta hnapp.
Þú færð strax póst til baka með tengli sem þú smellir á og fylgir leiðbeiningum. (Ef þú færð ekki póstinn gæti hann hafa lent í ruslpósti eða annarri möppu í póstkerfi þínu, eða að þú hefur ekki slegið netfangið rétt inn).
Þegar þú ert búinn að skrá þig inn getur þú skoðað hvað þú getur gert.
Að gefa í Rótarýsjóðinn - My Rotary
Ég mun líka hvetja ykkur til að gefa í Rótarýsjóðinn beint, jafnvel úr símanum ykkar.
Til þess þarf að vera innskráður í My Rotary https://my.rotary.org
Ef þú hefur ekki skráð þig inn þar áður smellir þú á REGISTER, slærð inn umbeðnar upplýsingar og sendir og þú færð tölvupóst strax til baka með tenglis sem þú smellir á og fylgir leiðbeiningum.
Það væri gaman ef þú værir búinn að þessu fyrir fundinn, en að sjálfsögðu engin skylda.
Guðni Gíslason, vefstjóri Rótarý á Íslandi
www.rotary1360.is | www.rotary.is