17. janúar var Una María Óskarsdóttir alþingismaður og lýðheilsufræðingur gestur fundarins og var með mjög áhugaverðan fyrirlestur lýðheilsumál.
Frekar fámennt var að þessu sinni, sem menn kenndu handboltanum, og var stjórninni falið að koma þeim skilaboðum áleiðis, að áður en stórleikir eru settir á , þá kynni mótshaldarar sér fundartíma Þinghóls, þannig að mikilverðir leikir rekist ekki á við fundartíma klúbbsins.
Hægeldað lambalærið rann hins vegar ljúflega niður.